Spánýtt gólf í íþróttahúsinu - vígsla

Spánýtt gólf í íþróttahúsinu - vígsla

Laugardaginn 14. október nk. verður nýja gólfið í íþróttamiðstöðinni vígt með spili í körfuknattleik hins áræðna og ögrandi liðs Kormáks gegn drifnu og djörfu liði KR í 32-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ.  Áður en flautað verður til leiks verður ýmislegt gómsætt fyrir augu og eyru, bæði fyrir unga og aldna í tilefni dagsins frá kl. 16:15.  Leikurinn byrjar kl. 17:00.

Fögnum sama þessum áfanga í endurbótum í ört vaxandi íþróttamiðstöð.

Allir velkomnir!

Var efnið á síðunni hjálplegt?