Skipulagsfulltrúi kveður

Skipulagsfulltrúi kveður

Í dag leit Eyjólfur Þórarinsson hjá verkfræðistofunni Stoð ehf. við á skrifstofu sveitarfélagsins en hann hefur starfað sem skipulagsfulltrúi Húnaþings vestra sl. 7 ár. Með tilkomu nýrrar skrifstofu byggingar- og skipulagsfulltrúa í Húnavatnssýslum verða breytingar þar á og hefur Bogi Kristinsson Magnusen tekið við starfi skipulagsfulltrúa fyrir sveitarfélögin í Húnavatnssýslunum.

Eyjólfi eru þökkuð farsæl störf í þágu Húnaþings vesta jafnframt bjóðum við Boga velkomin til starfa.

Var efnið á síðunni hjálplegt?