Samstarf leikskóla í Húnavatnssýslum og Strandabyggð

leikskoli.myndmeð frétt.jpgleikskoli.lestrarstund.jpg


Samstarf leikskóla í Húnavatnssýslum og Strandabyggð

Leikskólarnir Í Húnavatnssýslum og Strandabyggð hafa verið í þróunarverkefninu Málörvun og læsi færni til framtíðar síðastliðin tvö ár. Verkefnið er styrkt af Sprotasjóði, Mennta- og menningamálaráðuneytið.  Nú er komið að þeim tímapunkti í verkefninu að foreldrar fái fræðslu um málörvun, boðskipti og læsi. Ásthildur Bj. Snorradóttir talmeinafræðingur er verkefnastjóri verkefnisins og mun hún halda utan um fræðsluna. Foreldrar eru hvattir til að nýta sér þetta einstaka tækifæri og sækja fræðsluna í sínum leikskóla.

17. janúar, Lækjarbrekka Hólmavík í Hnyðju kl 17 – 19

18. janúar, Ásgarður Hvammstanga kl 16:30 – 18:30

18. janúar, Vallaból Húnavöllum  kl 20:30 – 22:30

19. janúar, Barnabær Blönduósi í norður sal í Blönduskóla kl 13 – 15

19. janúar, Barnaból Skagaströnd kl 17 – 19

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?