Samráðstengill á heimasíðu hjá fjölskyldusviði

Samráðstengill á heimasíðu hjá fjölskyldusviði

Nú er kominn tengill inn á heimasíðu Húnaþings vestra þar sem verkferlar, reglur og annað eftir atvikum í vinnslu hjá fjölskyldusviði er sett inn og óskað er samráðs við íbúa um. Sjá mynd til hliðar um hvernig má nálgast tengilinn.

Á tenglinum eru eftirfarandi drög að reglum sem hægt er að senda ábendingar um:

1. - 27. desember 2022- Drög að reglum um skólaakstur í Húnaþingi vestra. Gert er ráð fyrir að reglurnar verði samþykktar áður en útboð á skólaakstri fer fram 2023. Til að skila inn ábendingum skal smella hér.

 

1. - 27. desember 2022- Drög að reglum um ráðgjöf um líðan og sálfræðiþjónustu í Húnaþingi vestra. Til að skila inn ábendingum skal smella hér.

Var efnið á síðunni hjálplegt?