Samningur um snjómokstur á Hvammstanga

Þann 24. október sl. var skrifað undir samning um snjómokstur á Hvammstanga.  Samningurinn gildir til ársins 2019, með möguleika á framlengingu um eitt ár.  Húnaþing vestra og Vegagerðin óskuðu sameiginlega eftir tilboðum í snjómokstur, en Vegagerðin hefur séð um mokstur á Hvammstangabraut og Norðurbraut, þjóðvegi 72, frá árinu 2014.  Tilboði Garðars Þórs Guðmundssonar var tekið en Garðar hefur séð um snjómokstur á Hvammstanga síðustu þrjú ár. 

Verktaki tekur að sér snjómokstur á tilgreindum götum á Hvammstanga. Í verkhluta Vegagerðarinnar skal við það miðast að götur séu færar  kl. 07:30-21:30 alla virka daga og kl. 08:00-21:00 um helgar. Í verkhluta Húnaþings vestra skal miðast við að götur í umsjá verktaka séu færar 07:30-19:00 alla daga.

Teikningu af mokstursleiðum á Hvammstanga má finna innan tíðar á vefsíðu sveitarfélagsins.

snjomokstur mynd af undirskrift - 3.jpg

Var efnið á síðunni hjálplegt?