Samgönguráðherra í Húnaþingi vestra

Á myndinni eru frá vinstri: Ingimar Sigurðsson, Jón Gunnarsson, Guðný Hrund Karlsdóttir, Sigurbjörg …
Á myndinni eru frá vinstri: Ingimar Sigurðsson, Jón Gunnarsson, Guðný Hrund Karlsdóttir, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Magnús Eðvaldsson, Elín Jóna Rósinberg, Margrét Halla Ragnarsdóttir og Elín R. Líndal.

Samgönguráðherra, Jón Gunnarsson, kom ásamt konu sinni Margréti Höllu Ragnarsdóttur í góða heimsókn á Hvammstanga í Húnaþingi vestra fimmtudaginn 27. júlí sl.

Fyrst var fundað með sveitarstjórnarmönnum og síðan tóku við í fyrirtækjaheimsóknir.  Að þessu sinni var farið í Þvottahúsið Perluna, Prjónastofuna Kidka,  Fæðingarorlofssjóð og Selasetrið/Upplýsingamiðstöð ferðamanna.

Helstu málefni sem voru rædd voru vegamál og skortur á viðhaldi, Ísland ljóstengt, fyrirhugaður miðhálendisþjóðgarður, þriggja fasa rafmagn, húsnæðisbætur og skólaakstur svo eitthvað sé nefnt.

Sveitarstjóri

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?