Samfélagsviðurkenningar fyrir árið 2016

Samfélagsviðurkenningar fyrir árið 2016

Í dag þann 15. febrúar voru samfélagsviðurkenningar veittar á vegum fjölskyldusviðs Húnaþings vestra.

Alls bárust ellefu tilnefningar til fjölskyldu og félagsmálaráðs sem ákvað svo að veita þremur viðurkenningu að þessu sinni.

Þau sem hlutu viðurkenningu voru: Lionsklúbburinn Bjarmi í samstarfi við karlakórinn Lóuþræla, Húsfreyjurnar á Vatnsnesi, kvenfélagið Björk og fl. vegna kótilettukvölds í mars 2016.

Pálína Fanney Skúladóttir, kennari og organisti og

Laura Ann Howser, kennari.

Þau fengu auk viðurkenningarskjals selshaus úr leir eftir leirlistakonuna Grétu Jósefsdóttur.

 

Við óskum þeim innilega til hamingju með viðurkenninguna.

 

Fyrir hönd fjölskyldusviðs,

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Var efnið á síðunni hjálplegt?