Samfélagsviðurkenning Húnaþings vestra 2015.

Samfélagsviðurkenning Húnaþings vestra 2015.

Samfélagsviðurkenning  Húnaþings vestra 2015 var veitt á fundi félagsmálaráðs miðvikudaginn 18. febrúar. Fjölskyldusvið óskaði eftir tilnefningum þeirra sem  hafa með gjörðum sínum og framgöngu látið gott af sér leiða og verið öðrum fyrirmynd. Margar tilnefningar bárust og það var ekki einfalt að velja úr.

Þeir sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni voru Björn Þór Sigurðsson, Eydís Ósk Indriðadóttir og starfsfólk Pakkhúss KVH. 

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra  þakkar öllum þeim sem sendu inn tilnefningar og óskar handhöfum viðurkenningarinnar til hamingju.


asamf.jpg

Björn Sigurðsson sem flestir í Húnaþingi vestra þekkja undir nafninu Bangsi varð áttræður daginn sem hann tók við  samfélagsviðurkenningunni


asamfel1.jpg

Indriði Karlsson tók við viðurkenningu fyrir hönd dóttur sinnar Eydísar Óskar



asamfel2.jpg

Starfsfólk Pakkhúss KVH með samfélagsviðurkenningu Húnaþings vestra 2015



asamfel3.jpg

Frá vinstri: Sigrún Birna Gunnarsdóttir formaður Félagsmálaráðs, Björn Sigurðsson, Indriði Karlsson, Hörður Gylfason, Kristján S. Guðmundsson, Jón Hilmar Karlsson og Esther Hermannsdóttir Sviðsstjóri  fjölskyldusviðs.



















Var efnið á síðunni hjálplegt?