Ragnheiður Jóna ráðin sveitarstjóri frá 15. ágúst nk.

Ragnheiður Jóna ráðin sveitarstjóri frá 15. ágúst nk.

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur samið við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur um að taka að sér starf sveitarstjóra  í Húnaþingi vestra út kjörtímabilið.

Síðastliðin tvö ár hefur Ragnheiður Jóna starfað sem framkvæmdastjóri afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Áður starfaði hún í 10 ár hjá Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, sem menningarfulltrúi og verkefnastjóri uppbyggingarsjóðs.

Ragnheiður Jóna lauk MA-prófi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og BA-prófi í nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri. Auk þess hefur hún stundað nám í Opinberri stjórnsýlsu og lokið námslínunni Forysta til framþróunar - leið stjórnenda til aukins árangurs, við Endurmenntun Háskóla Íslands.

Við bjóðum Ragnheiði Jónu hjartanlega velkomna!

Sveitarstjóri.

Var efnið á síðunni hjálplegt?