Rafmagnstruflanir - Uppfært

Rafmagnstruflanir - Uppfært

Frá því í nótt hafa verið rafmagnstruflanir í Húnaþingi vestra. Laugarbakkalína leysir út sem gerir það að verkum að rafmagnslaust verður í Miðfirði, á Hvammstanga, Laugarbakka, Vatnsnesi að vestanverðu, í Fitjárdal og hluta af Víðidal. Þegar þetta er skrifað hefur samkvæmt upplýsingum frá RARIK ekki tekist að einangra bilunina og því hætta á að truflanirnar muni standa eitthvað áfram. Fréttin verður uppfærð ef nánari upplýsingar berast. 

Uppfært:

Samkvæmt upplýsingum frá RARIK er búið að komast fyrir bilunina. Ekki á því að vera hætta á frekari truflunum á rafmagni á svæðinu.

Var efnið á síðunni hjálplegt?