Ormahreinsun hunda í dreifbýli

Ormahreinsun hunda í dreifbýli

Athygli er vakin á að samkvæmt reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 er skylt að ormahreinsa alla hunda fjögurra mánaða og eldri. Þar sem búrekstur er skulu hundar ormahreinsaðir að liðinni aðalsláturtíð eða í síðasta lagi í desember ár hvert. Fréttir hafa borist af vöðvasullstilfellum í landshlutanum og því afar brýnt að bændur hugi að hreinsun hunda sinna.

Ástæða fyrir því að sullur kemur upp getur verið að hundar komist í eða sé gefið hrátt kjöt eða innmat og að mögulega hafi orðið misbrestur á bandormahreinsun þeirra. Vöðvasullur er ekki hættulegur fólki en veldur tjóni vegna skemmda á kjöti og hugsanlegum óþægindum fyrir féð.

Hundar sem skráðir eru í þéttbýli verða líkt og áður kallaðir til hreinsunar í desember. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?