Orðsending til þjónustukaupenda

Orðsending til þeirra sem kaupa þjónustu af Húnaþingi vestra s.s. leikskólagjöld, hitaveitu, og annað.

Vakin er athygli á því að hægt er að biðja um pappírslaus viðskipti við Húnaþing vestra. Senda skal beiðni um slíkt á netfangið helena@hunathing.is með nafni og kennitölu greiðanda reiknings. Ef þessi kostur er valinn viljum við þó benda á að alltaf er hægt að biðja um að fá útprentaða reikninga fyrir keypta þjónustu.

Guðrún Ragnarsdóttir
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Var efnið á síðunni hjálplegt?