Nýr sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Nýr sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Ingibjörg Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Húnaþings vestra. Ingibjörg hefur lokið B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og Macc gráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri og eigandi hjá Virkar ehf, síðar Hagsæld ehf. Áður var hún meðal annars fjármálastjóri hjá Lyfjaveri, aðstoðarfjármálastjóri hjá Invent farma og hótelstjóri hjá Hótel Eddu Laugarbakka.

Ingibjörg hefur störf í janúar 2018.  Við bjóðum hana velkomna til starfa.

 Sveitarstjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?