Nýr og glæsilegur slökkvibíll

Á myndinni er Pétur R. Arnarsson slökkviliðsstjóri Húnaþings vestra með nýja bílinn fyrir utan Ráðhú…
Á myndinni er Pétur R. Arnarsson slökkviliðsstjóri Húnaþings vestra með nýja bílinn fyrir utan Ráðhúsið

Húnaþing vestra hefur fengið afhentan nýjan slökkvibíl.   Bíllinn er af gerðinni Ford F550 4x4 super duty crew cab, árgerð 2017,  smíðaður á Ólafsfirði af fyrirtækinu Ósland efh. sem er í eigu Sigurjóns Magnússonar.

Þessi tegund af bíl hentar fullkomlega fyrir starfssvæði Húnaþing vestra þar sem eru langar vegalengdir og víða vegslóðar sem bera ekki hefðbundna slökkvibíla.

Bíllinn er með gott aðgengi og einfaldur í notkun.   Öll stjórnun, dælubúnaður og vinnuumhverfi í bílnum er mjög gott.   Bíllinn er lipur og fínn í keyrslu, búinn fullkomnum slökkvibúnaði m.a. tveimur  háþrýstikeflum.  Í bílnum er nóg af vatni fyrir fyrstu aðgerðir slökkvistarfs á vettvangi og verður notaður bæði sem tækjabíll og slökkvibíll og leysir þannig af hólmi tvo bíla.

Öll vinna og frágangur er til fyrirmyndar og er það mikill kostur að bíllinn sé smíðaður á Íslandi þannig að stutt er í alla þjónustu í kringum bílinn.

Bíllinn verður til sýnirs á 112 deginum nk. laugardag 11. febrúar á slökkvistöð, Höfðabraut 31.

Var efnið á síðunni hjálplegt?