Ný heimasíða Húnaþings vestra

Ný heimasíða Húnaþings vestra

Í dag, 1. mars, opnar ný heimasíða Húnaþing vestra í nýju viðmóti.  Markmiðið með breytingunum er að gera upplýsingar aðgengilegri og miðla þannig betri upplýsingum til íbúa sveitarfélagsins og annarra áhugasamra.  Undir flipunum Stjórnsýsla, Þjónusta og Mannlíf er að finna það er tengist stjórnkerfi og þjónustu sveitarfélagsins ásamt ýmsu sem varðar mannlífið. 

Hægt er að senda inn tilkynningu um erindi og atburði sem eru á döfinni með því að smella á hnappinn „Senda inn viðburði“ hér neðar á forsíðunni.

Vefsíðan verður í stöðugri þróun, flestar upplýsingar eru komnar inn á nýju síðuna sem voru á eldri vefsíðunni en smátt og smátt munum við uppfæra og laga það sem betur má fara.  Við hvetjum alla þá sem hafa góðar hugmyndir og ábendingar varðandi heimasíðuna til að hafa samband á netfangið skrifstofa@hunathing.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?