Námskeið á vegum Farskólans vorönn 2024

Námskeið á vegum Farskólans vorönn 2024

Undanfarin ár hefur Farskólinn átt í afar farsælu samstarfi við stéttarfélögin Ölduna, Kjöl, Samstöðu, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar þar sem þessi félög bjóða félagsmönnum sínum á námskeið.

Vorið 2024 bjóða þessi félög uppá afar spennandi námskeið og að þessu sinni er þetta blanda af nýjum námskeiðum og námskeiðum sem hafa slegið í gegn, færri komist að en vildu og/eða hróður þeirra borist út og við verið beðin um að bjóða aftur, sem okkur er ljúft að verða við.

Eins og ávallt þá eru námskeiðin öllum opin og bendum við félagsmönnum annarra félaga að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Það er takmarkað sætaframboð þannig að við hvetjum fólk til að skrá sig sem fyrst til þess að tryggja sér sæti og já það má skrá sig á eins mörg og hver vill.

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

 

Námskeið á vorönn 2024

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Farskólans 

Námskeið vorönn 2024

Var efnið á síðunni hjálplegt?