Leiðir þú nýsköpunarverkefni í leit að fjármögnun

Leiðir þú nýsköpunarverkefni í leit að fjármögnun

Norðanátt leitar að nýsköpunarverkefnum í leit að fjármögnun úr öllum landshlutum. Við hvetjum þau sem búsett eru í Húnaþingi vestra og vilja koma hugmyndum sínum á framfæri til að taka þátt.

Fjárfestahátíð Norðanáttar er vettvangur fyrir frumkvöðla sem hugsa stórt og vilja kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum og þar með fjölga fjárfestingatækifærum á landsbyggðinni. Á fjárfestahátíðinni, sem haldin verður á Siglufirði dagana 29.-31. mars 2023, kynna frumkvöðlar verkefni sín sem snerta orkuskipti, hringrásarhagkerfið eða fullnýtingu auðlinda í takt við áherslur Norðanáttar; matur, orka, vatn.

Hægt verður að sækja um þátttöku frá 20. NÓVEMBER 2022. Sótt eru um á síðunni https://www.nordanatt.is/fjarfestahatid

Allar umsóknir sem berast fara fyrir valnefnd sem velur 8-10 verkefni í tveimur flokkum, þ.e. sprotaverkefni og vaxtarverkefni. Niðurstöður valnefndar verða kynntar þann 20. janúar 2023 í beinu streymi á vefsvæði Norðanáttar.

Verkefnin sem valin verða af valnefnd fá tækifæri til að kynna verkefni sín á Fjárfestahátíðinni á Siglufirði fyrir fullum sal af fjárfestum, ásamt því að fá að taka þátt í sjálfri hátíðinni. Verkefnin sem komast áfram munu fá þjálfun og leiðsögn hjá sérfræðingum RATA sem tryggja góðan undirbúning fyrir stóra daginn á Siglufirði. Þjálfun og þátttaka á hátíðinni er frumkvöðlum að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til 15. desember 2022

Var efnið á síðunni hjálplegt?