Lausar stöður við leikskólann Ásgarð

Lausar stöður við leikskólann Ásgarð

Leikskólakennarar

Við leikskólann Ásgarð Hvammstanga eru lausar stöður leikskólakennara / leiðbeinanda í 100% störf, tímabundið frá 1. apríl - 5. júlí 2017.

Við leitum að einstaklingum með:

  • Tilskilda menntun, leyfisbréf
  • Áhuga á að starfa með börnum
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfileika
  • Hæfni til að sýna frumkvæði í starfi

Kaup og kjör samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttar­félags. Í samræmi við jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störfin. Upplýsingar um leikskólastarfið má finna á www.asgardur.leikskolinn.is

Hugmyndafræði skólans byggir á kenningum Mihaly Csikszentmihalyi, flæði.

Umsóknafrestur er til 24. mars næstkomandi. Umsókn  ásamt ferilskrá og meðmælendum skulu berast skrifstofu Húnaþings vestra, Ráðhúsinu, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða rafrænt á leikskoli@hunathing.is

Frekari upplýsingar veitir Guðrún Lára Magnúsdóttir í síma 451-2343 / 891-8264

leikskólastjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?