Lagning jarðstrengja í Húnaþingi vestra

Lagning jarðstrengs í Hrútafirði.
Lagning jarðstrengs í Hrútafirði.

Í sumar hefur RARIK staðið að nokkrum framkvæmdum við lagningu jarðstrengja í Húnaþingi vestra í samræmi við framkvæmdaáætlun sína.  Þau verkefni sem eru yfirstandandi eru Fitjárdalur allur, Miðfjörður að Réttarseli og Hrútafjörður frá Reykjum að Hvalshöfða. Til viðbótar við þetta hefur verið lögð strenglögn frá aðveitustöðinni í Hrútatungu að Staðarskála. 

Vert er að benda áhugasömum á að nú er hægt að nálgast upplýsingar um verkefni RARIK á kortasjá á forsíðu heimasíðu þeirra. Smellt er á flipann framkvæmdir og hægt að þysja inn á einstaka svæði.

Samkvæmt framkvæmdaáætlun RARIK stendur til að halda áfram með Vatnsneslínu að austan og línur á Heggstaðanesi á árinu 2024 og á árinu 2025 er áformað að halda áfram með strenglagnir í Miðfirði.

Staða jarðstrengjalagningar í Húnaþingi vestra og áætlun komandi ára.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?