Kynnisferð um Húnaþing vestra.

Auglýst hefur verið  Kynnisferð um Húnaþing vestra, laugardaginn 30.maí.  (sbr.Sjónaukinn 20.05.2012)

Framtaksmenn eru;  Karl Ásgeir Sigurgeirsson leiðsögumaður og Þorbjörn Ágústsson hópferða bílstjóri.

 

Ferðin er einkum hugsuð til að kynna héraðið, land og sögu, fyrir aðfluttu fólki og einnig þeim sem starfa í ferðaþjónustu, m.a. til að geta leiðbeint hinum sívaxandi fjölda ferðamanna sem sækja okkur heim.

 

Ferðatilhögun er í fáum orðum svo:

Farið frá Hvammstanga, kl. 09, ekið um Vatnsnes, með stuttum stoppum.  Svo Hvítserkur, Ósar,

 og Borgarvirki – skoðun.  Ekið inn austanverðan Víðidal. (Dæli)  Síðan að Kolugljúfrum - skoðun.

 

Þaðan vestur í Miðfjörð, um Laugarbakka að Bjargi - skoðun. Áfram inn Miðfjörð og út að vestan (Brekkulækur) þá vestur að Reykjaskóla, stutt stopp.  Þaðan norður með Hrútafirði að Bessastöðum og þá austur yfir nesið.  Komið til Hvammstanga um kl. 18-19. 

 

Smáveitingar eru í boði á leiðinni,  í Dæli og á Brekkulæk. Greiðist af þátttakendum,  ca. 3-4 þús.

 

Bifreiðin tekur 16 manns + leiðsögumann.  Lágmarksfjöldi eru  10 - 12 gesti,  ella fellur ferðin niður. Þátttökugjald er átta þúsund krónur  ( ekki posi )

  

Okkur langar mjög til að þessi héraðskynning komist á, gæti þá orðið að meiru seinna, því margt er að sjá og um margt að fræðast í okkar frábæra héraði. 

 

Við viljum hvetja forstöðumenn fyrirtækja hér í héraðinu að meta, hvort þetta sé ekki góður kostur til að auka þjónustu sinna fyrirtækja, og stuðla þannig að aukinni vitund okkar, sem íbúar Húnaþings vestra.

 

Staðfesta þarf þátttöku fyrir miðvikudagskvöldið 27. maí 2015.  Gefum nánari upplýsingar, ef óskað er.

 

Með bestu kveðjum.

Karl Sigurgeirsson,   karl@forsvar.is        GSM  895-0039

Ágúst Þorbjörnsson ............                     GSM  848-0002

Var efnið á síðunni hjálplegt?