Kattaeigendur í Húnaþingi vestra

Kattaeigendur í Húnaþingi vestra

Nú þegar komið er vor og varp fugla er að hefjast viljum við  minna kattaeigendur á Hvammstanga, Laugarbakka og Borðeyri á að virða reglur varðandi kattahald sem fram koma í Samþykkt um hunda-og kattahald í Húnaþingi vestra.  Sérstaklega viljum við benda á á  6. gr. h, í samþykktinni, en þar segir  „ Eigendum og umráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma og eftir atvikum takmarka útiveru katta, m.a. að næturlagi.“

 

Sveitarstjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?