Jólatré á leikskólann Ásgarð

Þann 1. desember s.l. fór fram árlegur leiðangur hjá elstu börnum leikskólans Ásgarðs í leit af jólatré til að hafa í sal leikskólans um jólahátíðina. Jólaballið er líka á næsta leyti í leikskólanum og því tímabært að hefja leitina.

Í þetta skiptið þurfti ekki að fara langt því grisja þurfti í trjálundi á Bangsatúni og því tilvalið að leikskólabörnin myndu fá að njóta trésins sem þurfti að fella.

Björn Ingi Þorgrímsson sagaði tréð, en hann og Ína Björk Ársælsdóttir umhverfisstjóri hafa farið í þetta skemmtilega verkefni með leikskólabörnum nú um nokkurra ára skeið.

Eftir að búið var að saga niður tréð og koma því út úr lundinum var kominn tími til að fá sér heitt kakó og málaðar piparkökur sem krakkarnir höfðu bakað og málað nokkrum dögum áður.

IMG_1383.JPG

IMG_1386.JPG

IMG_1389.JPG

Var efnið á síðunni hjálplegt?