Jólatré á leikskólann Ásgarð

Leikskólabörn úr elsta árgangi leikskólans Ásgarðs fóru á dögunum í leiðangur í leit að jólatré til að hafa á leikskólanum núna um jólahátíðina. Gekk leitin nokkuð vel, en það vildi svo til að grisja þurfti úr trjálundi á Bangsatúni og því ekki úr vegi að leifa krökkunum að njóta þess á leikskólanum.

Björn Ingi Þorgrímsson var fengin til að saga niður tréð, en hann ásamt Ínu Björk Ársælsdóttir umhverfisstjóra hafa farið í þetta skemmtilega verkefni með leikskólabörnum síðustu ár. 
Eftir að búið var að saga niður tréð og koma því út úr lundinum, fengu allir heitt kakó og málaðar piparkökur sem krakkarnir höfðu málað og bakað nokkrum dögum áður.

Var efnið á síðunni hjálplegt?