Jafningjafræðslan í vinnuskólann

Jafningjafræðslan í vinnuskólann

Ungmenni vinnuskólans fengu heimsókn frá jafningjafræðslunni í dag. Dagurinn gekk prýðilega og veðrið lék við krakkana.

Jafningjafræðslan býður ungmennum upp á góða og hnitmiðaða fræðslu sem mælir með heilbrigðum lífstíl. Hugmyndafræði jafningafræðslunnar er í stuttu máli sú að „ungur fræðir unga“. 

Ungmennin eru frædd um margvísleg málefni, spurningum þeirra er svarað og farið er í skemmtilega og fræðandi hópeflisleiki.

Hér má sjá myndir frá deginum.

Var efnið á síðunni hjálplegt?