Íþrótta- og útvistarsvæðið í Kirkjuhvammi - Áherslur - Ábendingar

Íþrótta- og útvistarsvæðið í Kirkjuhvammi - Áherslur - Ábendingar

Starfshópurinn sem hefur unnið að framtíðarsýn íþrótta- og útivistarsvæðisins í Kirkjuhvammi hefur tekið saman þær áherslur og ábendingar sem komið hafa fram eftir samtöl við hagsmunaaðila og ábendingar frá íbúum varðandi svæðið.

Smellið HÉR til að kynna ykkur samantekt á tillögunum sem fram hafa komið og einnig er hægt að koma athugasemdum á framfæri á sama stað.

Íbúar hafa tækifæri til að koma með ábendingar til og með 25. apríl nk.

Starfshópurinn var skipaður á 1073. fundi byggðarráðs 11. janúar sl. Í hópnum sitja Sveinbjörg Rut Pétursdóttir og Magnús Vignir Eðvaldsson fyrir hönd sveitarstjórnar, Heiðrún Nína Axelsdóttir fyrir hönd USVH og er Ína Björk Ársælsdóttir starfsmaður hópsins.

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?