Íbúafundur - Verndarsvæði í byggð, Borðeyri

Íbúafundur - Verndarsvæði í byggð, Borðeyri

Húnaþing vestra hefur nú í undirbúningi umsókn til mennta- og menningarmálaráðherra um að elsti hluti Borðeyrar verði skilgreindur sem Verndarsvæði í byggð. Vegna þessa verður boðið til íbúafundar í Tangahúsi á Borðeyri miðvikudaginn 28. febrúar nk. kl. 18:00. Þar verður tillaga um verndarsvæði kynnt fyrir íbúum og gefst þeim kostur á að bera upp spurningar og koma með athugasemdir.

Verndarsvæði í byggð er byggð innan afmarkaðs svæðis sem nýtur samkvæmt ákvörðun ráðherra sérstakrar verndar vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis. Lög þess efnis tóku gildi árið 2015. Markmið þeirra eru að vernda menningarsöguleg og listræn verðmæti, bæta umhverfið og auka aðdráttarafl hverfa og bæjarhluta.

Á fundinum mun Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur kynna greinargerð um sögu Borðeyrar sem hann útbjó vegna þessa verkefnis ásamt því að gera grein fyrir tillögunni um verndarsvæði í byggð.

Boðið verður upp á súpu fyrir fundargesti. 

Allir velkomnir.

 

Guðný Hrund Karlsdóttir 
sveitarstjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?