Íbúafundur

Íbúafundur

Íbúafundur

27.11.2017

Íbúafundur um framtíðarskipan skólamála

Nk. miðvikudag 29. nóvember kl. 18:00 – 20:00 verður haldinn vinnufundur íbúa í Félagsheimilinu  Hvammstanga um framtíðarskipan skólamála í Húnaþingi vestra til næstu 30 ára.  Óskað er eftir  hugmyndum, umræðu og ábendingum frá íbúum sveitarfélagsins.

26. maí sl. skipaði byggðarráð Húnaþings vestra starfshóp sem hefur umsjón með vinnu við mat á þörfum skólans varðandi húsnæðismál hans. Starfshópurinn hefur fundað með fulltrúum helstu hagsmunaaðila en kallar nú eftir víðtækara samstarfi.

Allir áhugasamir um skipan leik-, tón- og grunnskólamála í Húnaþingi vestra velkomnir.

Var efnið á síðunni hjálplegt?