Íbúafundur

Verður haldinn fimmtudaginn 15. janúar n.k. kl.17:00 í Selasetrinu á Hvammstanga.  

 

Á fundinum verður kynnt breyting á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra framkvæmda á viðbyggingu sláturhúss KVH og byggingu á fituskilju á lóð sláturhússins.  

 

Á 246.fundi skipulags- og umhverfisráðs; sem haldinn var 8.janúar sl., var eftirfarandi erindi tekið fyrir og bókað:

 

2. Erindi nr. 1411048 og 1411041 Sláturhús. Grenndarkynning á fituskilju og viðbyggingu. Mál áður á dagskrá á 245. fundi.

Vegna fyrirspurna hefur Skipulags- og umhverfisráð ákveðið að grenndarkynna fyrir þremur húsaröðum frá Hvammavegi til suðurs, í stað einnar. Framkvæmdin verður grenndarkynnt fyrir íbúum eftirtalinna húsa, Hvammavegur 2, Hjallavegur 14, 16 og 18, Melavegur 13, 14, 15, 16, 17 og 18 og Hlíðarvegur 20, 22, 23, 24 og 25. Haldinn verður kynningarfundur fyrir íbúa ofangreindra húsa. Öllum íbúum er þó frjálst að mæta á kynningarfundinn. Fundurinn verður nánar auglýstur á heimasíðu sveitafélagsins.

 

f.h. Húnaþings vestra

Úlfar Trausti Þórðarson

skipulags- og byggingarfulltrúi

Var efnið á síðunni hjálplegt?