Húsaleigubætur fyrir námsmenn

Námsmenn í framhaldsskólum og háskólum sem eru að fá nýjan leigusamning eru minntir á að sækja um húsaleigubætur fyrir haustönn 2015!  Aðrir námsmenn þurfa eingöngu að senda staðfestingu frá skóla.

Umsókn þarf að berast sem fyrst en fylgigögn, eins og t.d. leigusamningur, verða að hafa borist innan tveggja mánaða frá umsóknardegi.

Fylgigögn eru: þinglýstur leigusamningur, staðfesting frá skóla, staðfest skattframtal 2015 og launaseðlar þriggja síðustu mánaða þeirra sem lögheimili/búsetu eiga í íbúðinni.

Umsóknareyðublað er hægt að finna hér http://www.hunathing.is/stjornsysla/eydublod/ eða í Ráðhúsinu að Hvammstangabraut 5.

Til að fá greiddar bætur fyrir ágústmánuð þarf umsókn að berast ekki síðar en 16. ágúst 2015, en bætur verða ekki greiddar fyrr en öll nauðsynleg gögn hafa borist.  Ekki er nauðsynlegt að senda inn gögn sem þegar eru til staðar.

Nánari upplýsingar veitir Henrike Wappler, umsjónarfélagsráðgjafi, í síma 455 2400 eða netfang henrike@hunathing.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?