Vinnuskóli og sláttuhópur

Vinnuskóli og sláttuhópur

Húnaþing vestra mun starfrækja vinnuskóla og sláttuhóp í sumar.

Vinnuskólinn er fyrir 13-16 ára ungmenni

Vinnuskólinn hefst fimmtudaginn 6. júní nk.
Vinnutími er frá klukkan 8:30-12:00 árdegis og 13:00-16:00 síðdegis, frá mánudegi til fimmtudags, á föstudögum lýkur vinnu kl. 12:00.
Verkbækistöð verður í vinnuskólahúsinu að Norðurbraut 14, Hvammstanga.

Aldur: Ungmenni fædd árið 2003 (10.b) 
Vinnutímabil: 8 vikur. 
Laun: tímalaun m/orlofi 885 kr.
Hafa einnig kost á að starfa í sláttuhóp þar sem greitt er eftir kjarasamningi.

Aldur: Ungmenni fædd árið 2004 (9.b) 
Vinnutímabil: 6 vikur. 
Laun: tímalaun m/orlofi 730 kr.

Aldur: Ungmenni fædd árið 2005 (8.b) 
Vinnutímabil: 5 vikur. 
Laun: tímalaun m/orlofi: 606 kr.

Aldur: Ungmenni fædd árið 2006 (7.b) 
Vinnutímabil: 4 vikur. (hálfan daginn) 
Laun: tímalaun m/orlofi: 560 kr.

Ungmenni sem hafa áhuga á að aðstoða við frístundastarf fyrir börn í grunnskólanum, láti vita af því við innritun. 16 ára ungmenni geta valið um að starfa í sláttuhópi. Mikilvægt er að það komi fram ef sé um ofnæmi, sérþarfir eða einhverskonar frákvik að ræða, sem gott væri fyrir starfsfólk vinnuskólans að vita.

Innritun er hafin og fer fram HÉR

Sláttuhópur 17 ára og eldri

Sláttuhópur - Sumarvinna við grasslátt og almenn garðyrkjustörf fyrir 16 ára og eldri. Vinnan felst aðallega í því að vinna með sláttuvélar og vélarorf á opnum svæðum og stofnanalóðum sveitarfélagsins undir stjórn flokkstjóra. Þá er einnig unnið við almenn garðyrkjustörf og annað tilfallandi, ef svo ber undir. 
Vinnutímabil: 8-10 vikur eða eftir samkomulagi. 
Vinnutími: 8:15-16:15 alla virka daga. 
Laun: eftir kjarasamningi. (Frekari upplýsingar hjá launafulltrúa á skrifstofu Húnaþings vestra í ráðhúsi)

Krafist er stundvísi, ástundunar og reglusemi.  

Sótt er um starf í sláttuhóp HÉR fyrir 20. maí 2019.

Frekari upplýsingar um vinnuskólann má finna á heimasíðunni HÉR

Ína Björk Ársælsdóttir
Umhverfisstjóri Húnaþings vestra
Sími: 455-2400 
Netfang: umhverfisstjori@hunathing.is

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?