Hreinsunarátak 2017

Hreinsunarátak 2017

Húnaþing vestra hefur ráðist í átak gegn númerslausum bifreiðum sem raða sér víða í götur og lóðir á Hvammstanga og Laugarbakka. Í næstu viku mun fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra líma skriflega áminningu á númerslausar bifreiðar og verður eigendum gefinn frestur til 20. apríl til að fjarlægja þær.

Að þeim tíma liðnum verða sömu bifreiðar fjarlægðar á geymslusvæði. Í framhaldi af því er eigendum bílana sent áminningarbréf um gjaldfallinn kostnað og þeir hvattir til að ganga frá sínum málum.

Ef bílarnir verða ekki sóttir verður þeim fargað eða boðnir upp. Allur kostnaður sem til verður fellur á eiganda bifreiðarinnar.

 

Framkvæmda- og umhverfissvið

Var efnið á síðunni hjálplegt?