Heilsueflandi Húnaþing vestra

Heilsueflandi Húnaþing vestra

Í dag undirrituðu Alma D. Möller landlæknir og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri samning um innleiðingu Heilsueflandi samfélags í Húnaþingi vestra.


Með samningnum skuldbindur Húnaþing vestra sig til að innleiða markmið Heilsueflandi samfélags í sveitarfélaginu í samræmi við samninginn.


Með undirskrift samnings um Heilsueflandi samfélag einsetja sveitarfélög sér að vinna markvisst lýðheilsustarf, í samræmi við markmið og leiðarljós Heilsueflandi samfélags með stuðningi frá Embætti landlæknis og öðrum sem að starfinu koma. Í markvissu lýðheilsustarfi er bilið á milli gagna, stefna og aðgerða brúað með því að nota lýðheilsuvísa, gátlista og önnur gögn til að meta stöðuna og forgangsraða í samræmi við þarfir hvers samfélags. Miðlægt vefkerfi, sem er í þróun, styður samfélög í að halda utanum starfið, meta framvindu þess og miðla áfram.


Stýrihópur um innleiðingu Heilsueflandi samfélags í Húnaþingi vestra hefur nú þegar tekið til starfa og er verkefnastjóri hópsins Tanja Ennigarð íþrótta og tómstundafulltrúi. Í starfshópnum sitja að auki sviðsstjóri fjölskyldusviðs, skólastjórnendur og skólahjúkrunarfræðingur.


Nánari upplýsingar um Heilsueflandi samfélag má finna á vef Embættis landlæknis

 

 

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags í Húnaþingi vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?