Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra loksins aftur í raunheimum og í þetta skiptið sem vinnustofa í stefnumótunarverkefni, sem nú stendur yfir. SSNV stendur fyrir deginum og er yfirskrift hans Kíkt í kjarnann.
Hjörtur Smárason ráðgjafi mun leiða vinnustofu þar sem rætt verður um orðspor Norðurlands vestra, sögu og ímynd svæðisins og gildi íbúanna sem þar búa. Markmiðið er að skerpa á ímynd svæðisins til að efla það, ekki bara í þróun ferðaþjónustu, heldur einnig til að laða að fleiri íbúa, námsmenn og fjárfestingar.
Vinnustofan fer fram í HÚNAVERI miðvikudaginn 16. nóvember n.k. á milli kl. 13 og 16.
Boðið verður upp á kaffi og með því.
Skráning fer fram á vef SSNV