Greining á þörf á þriggja fasa rafmagni

Starfshópur á vegum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins hefur óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu um hvar þörf sé brýnust á tengingu við þriggja fasa rafmagn. 

Skv. upplýsingum frá Rarik eru 84 staðir í Húnaþingi vestra sem ekki hafa aðgang að þriggja fasa rafmagni.

Hér með er óskað eftir ábendingum frá íbúum um hvar þörfin er brýnust. 

Ábendingar þurfa að hafa borist fyrir 27. mars nk. á netfangið skrifstofa@hunathing.is með efni: Þriggja fasa rafmagn.

Sveitarstjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?