Götusópun í þéttbýli í Húnaþingi vestra 23. – 26. maí

Götusópun í þéttbýli í Húnaþingi vestra 23. – 26. maí

Næstu daga fer fram götusópun í Húnaþingi vestra.  Sópað verður á Borðeyri, við Reykjatanga, Laugarbakka og Hvammstanga.

Við hvetjum alla íbúa og sérstaklega forsvarsmenn fyrirtækja og rekstaraðila til að taka til í sínu nærumhverfi, raða upp heillegum hlutum og henda því sem ónýtt er. Óski fyrirtæki eftir aðstoð við hreinsun eða flutning á úrgangi til Hirðu, munu starfsmenn áhaldahúss verða við því eftir því sem tími og aðstæður leyfa. Símanúmer áhaldahússins 894-2909

Framkvæmda- og umhverfissvið

Var efnið á síðunni hjálplegt?