Góður kynningarfundur um flokkun til framtíðar í Húnaþingi vestra

Fimmtudaginn 27. október sl. var haldinn kynningarfundur um flokkun og endurvinnslu í Húnaþingi vestra.  Á fundinum var sviðsstjóri hjá fatasöfnun Rauða krossins með kynningu á fataverkefnum Rauða krossins. Fulltrúi frá Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar ehf og Gámaþjónustunni hf. fóru svo yfir flokkun og endurvinnslufarveg úrgangsins.  Fundurinn var vel sóttur, um 80 manns mættu.  Fram komu gagnlegar upplýsingar frá fyrirlesurum sem og ábendingar frá fundargestum. 

Sjá nánar um fundinn á vefnum www.nordanatt.is http://www.nordanatt.is/endurvinnslutunnur-hunathingi-vestra/

Var efnið á síðunni hjálplegt?