Gatnasópun á Hvammstanga og Laugarbakka

Gatnasópun  fer fram á Hvammstanga og Laugarbakka 10. – 12. maí nk.  Svo vel megi takast til við sópunina þá eru íbúar á Hvammstanga og Laugarbakka hvattir til að leggja bílum sínum þannig að þeir valdi ekki erfiðleikum við sópunina. Einnig má benda þeim á sem vilja nýta tækifærið og hreinsa grjót af (steyptum) innkeyrslum við heimili sín að gera það nú þegar.

Rekstrarstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs.

Var efnið á síðunni hjálplegt?