Garðsláttur 2018

Garðsláttur 2018

Sveitarfélagið mun greiða elli- og örorkulífeyrisþegum styrk sem nemur kr. 4.000.- fyrir hvern slátt sem þeir kaupa af verktaka, gegn framvísun reiknings. Hámarksstyrkur á ári verður kr. 16.000.

Elli- og örorkulífeyrisþegar leita sjálfir til verktaka sem bjóða upp á garðslátt og greiða reikning fyrirtækisins, þ.e. fullt gjald og kemur svo með gilda kvittun/kvittanir á skrifstofu Húnaþings vestra. Styrkurinn verður þá greiddur inn á bankareikning þjónustuþega.“

Var efnið á síðunni hjálplegt?