Fyrri kynningafundurinn vegna hitaveituframkvæmda haldinn í Ásbyrgi

kynningarfundurhitaveita.jpg

Fyrri kynningafundur vegna hitaveituframkvæmda var haldinn í gærkvöldi í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka.  Fundurinn var haldinn vegna framkvæmda í Miðfirði og Hrútafirði norður. 

Bragi Þór hjá Stoð á Sauðárkróki fór yfir framkvæmdaáætlunina eins og hún er í dag og sat síðan fyrir svörum ásamt Ólafi H. Stefánssviði rekstrarstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs, Stefáni E. Böðvarssyni formanni byggðarráðs og Guðnýju Hrund Karlsdóttur sveitarstjóra.

Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust líflegar umræður.  Fólk virtist almennt sátt við framkvæmdina þó ýmsum spurningum sé enn ósvarað. 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?