Fundur fyrir eldri borgara (60+) og aðstandendur

Upplýsinga- og umræðufundur um þá þjónustu sem eldri borgurum í Húnaþingi vestra stendur til boða verður haldinn þriðjudaginn, 20. janúar, kl. 17-19 í Félagsheimilinu á Hvammstanga.

Á fundinn mæta fulltrúar frá fjölskyldusviði Húnaþings vestra, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Tryggingastofnun/Sjúkratryggingum Íslands, Félagi eldri borgara og kirkju til að kynna sína þjónustu og svara spurningum. Einnig mun sjúkraþjálfi kynna helstu hjálpartæki fyrir eldri borgara.

Hvetjum alla 60 ára og eldri og ekki síður aðstandendur til að mæta og kynna sér þessi mál.

Boðið verður upp á molakaffi.

Var efnið á síðunni hjálplegt?