Fulltrúar Vegagerðarinnar funduðu með byggðarráði

Frá vinstri: Elín R. Líndal, Ingimar Sigurðsson, Guðmundur Sigurðsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, …
Frá vinstri: Elín R. Líndal, Ingimar Sigurðsson, Guðmundur Sigurðsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Guðmundur Heiðreksson, Gunnar H. Guðmundsson, Heimir Gunnarsson og Elín Jóna Rósinberg

Fulltrúar Vegagerðarinnar mættu í Ráðhúsið og funduðu með byggðarráði þann 24. janúar sl.  Miklar umræður spunnust um slæmt ástand Vatnsnesvegar en einnig var rætt um nýtt brúarstæði yfir Tjarnará sem verður skv. samgönguáætlun lagfært á næsta ári, ástand brúa í Húnþingi vestra, viðhald heimreiða, gatnamót þjóðvegar 1 og Miðfjarðarvegar við Laugarbakka, lagfæring/stækkun plans við Norðurbraut, snjómokstur á leiðum skólabíla, og hraðakstur og spegla á Hvammstangabrautinni við hættuleg gatnamót.

Í lok fundarins afhenti oddviti Húnaþings, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, þeim vegagerðismönnum boli sem á stendur „I survived Road 711“.  Bolirnir eru seldir í Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Hvammstanga og hafa notið mikilla vinsælda, sérstaklega þeirra sem keyra fyrir Vatnsnes.

Var efnið á síðunni hjálplegt?