FRÍSTUNDAKORT 2015

Ákveðið hefur verið að taka upp nýtt fyrirkomulag við afhendingu frístundakorta árið 2015 fyrir börn í Húnaþingi vestra á aldrinum 6-18 ára.  Nú þurfa foreldrar/forráðamenn að sækja kortin á skrifstofu Húnaþings vestra að Hvammstangabraut 5, Hvammstanga og kvitta fyrir móttöku þeirra, í stað þess að fá þau send í ábyrgðarpósti.  Þeir sem vilja nýta kortið sem innborgun á tónlistarskólagjöld geta sent tölvupóst þess efnis til skrifstofa@hunathing.is  Foreldri/forráðamaður þarf að framvísa persónuskilríki til að fá kortið afhent. Skila þarf inn skriflegu umboði ef afhenda á kortið öðrum en foreldri/forráðamanni. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Húnaþings vestra í síma 455-2400.

                                               Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs

Var efnið á síðunni hjálplegt?