Framtíðarstarf við Iðjuna, Hvammstanga

Fræðslu- og velferðarsvið Húnaþings vestra auglýsir eftir þroskaþjálfa, iðjuþjálfa eða starfsmanni með aðra menntun og/eða reynslu af starfi með fötluðum. Um er að ræða 100 % starf á dagvinnutíma. Starfið er laust frá og með 1. janúar 2013.

Iðjan starfar eftir lögum um málefni fatlaðs fólks. Markmið þjónustunnar er að veita fötluðu fólki eldri en 18 ára dagþjónustu/hæfingu og þjálfun. Um er að ræða lifandi og gefandi starf með áhugaverðu fólki.

Við leitum að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi sem sýnir starfinu og heimilismönnum virðingu.
Þekking og reynsla við vinnu á Iðju er æskileg en ekki skilyrði.

Við ráðningu er litið til starfsreynslu, menntunar sem nýtist í starfi svo og persónulegra eiginleika umsækjanda. Karlmenn jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Laun samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknum skal skilað í ráðhús Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, á eyðublöðum sem þar fást, merkt fræðslu- og félagsmálastjóri.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Ingi Björgvinsson forstöðumaður í síma: 893-3840. Einnig Eydís Aðalbjörnsdóttir fræðslu- og félagsmálastjóri í síma 4552400.

Umsóknarfrestur er til 23.nóvember.

Var efnið á síðunni hjálplegt?