Framkvæmdir við Laxárdalsveg hafnar

Frá framkvæmdum við Laxárdalsveg (59). Mynd: Bogi Kristinsson Magnusen
Frá framkvæmdum við Laxárdalsveg (59). Mynd: Bogi Kristinsson Magnusen

Verktakar Vörubílafélagsins Mjölnis hafa hafist handa við endurbyggingu Laxárdalsvegar (59) frá sýslumörkum að Innstrandarvegi. Alls er um 7,8 km kafla að ræða. Samkvæmt áætlunum Vegagerðarinnar verður vegurinn að mestu endurbyggður í vegstæði núverandi vegar með nokkrum lagfæringum á plan- og hæðarlegu. Verður vegurinn aðlagaður að einbreiðri brú yfir Laxá sem ekki stendur til að endurnýja.

Gert er ráð fyrir að verkinu verði að fullu lokið í október 2023.

Í tengslum við verkið hefur verktakinn tekið eldhús og matsal skólahússins á Borðeyri á leigu virka daga á meðan á verkinu stendur.  Gert er ráð fyrir að hlé verði gert á vinnunni yfir háveturinn meðan aðstæður til útivinnu eru ekki góðar. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?