Framkvæmdir að hefjast við viðbyggingu við Grunnskólann

Framkvæmdir að hefjast við viðbyggingu við Grunnskólann

Jarðvinna vegna viðbyggingar við grunnskóla Húnaþings vestra er að fara af stað. Áætlað er að framkvæmdir vegna jarðvinnu standi fram á sumar. Svæðið verður afgirt með lausum girðingum og eru íbúar beðnir um að sýna aðgát í kringum vinnusvæðið og ræða við börnin um það einnig. Unnið verður að fleygun á klöpp  á virkum dögum á milli kl. 8:00 og 18:00 og laugardaga milli kl. 10:00 og 16:00.

Áætlað er að skólahúsnæðið verði svo tilbúið og tekið í notkun haustið 2022.

 

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?