Fræðslustjóri að láni

Bryndís Þráinsdóttir starfsmaður Farskólann afhendir Guðnýju Hrund Karlsdóttur sveitarstjóra Húnaþin…
Bryndís Þráinsdóttir starfsmaður Farskólann afhendir Guðnýju Hrund Karlsdóttur sveitarstjóra Húnaþings vestra skýrsluna

Á vordögum 2017 gerði Farskólinn samning við Sveitamenntar, mannauðssjóð Kjalar og Húnaþings vestra um að gerð yrði þarfagreining á fræðsluþörf meðal starfsmanna sveitarfélagsins. Markmið sveitarfélagsins með vinnunni er að koma símenntun og starfsþróun starfsmanna í ákveðinn farveg, auka starfsánægju og bæta þjónustu, ásamt fræðsluáætlun með hugmyndum um fræðslu til stafsmanna.

Starfsfólk stofnana komu með tillögur að fulltrúa í stýrihóp til að vinna að þessari áætlun með Farskólanum og voru það: Borghildur Heiðrún Haraldsdóttir frá leikskólanum, Hulda Signý Jóhannesdóttir frá grunnskólanum, Helena Halldórsdóttir frá ráðhúsi, Kristján Svavar Guðmundsson frá þjónustumiðstöð og Vigdís Lillý Sigurjónsdóttir frá bóka- og skjalasafni sem tóku það verkefni að sér.

Verkefnið kláraðist í byrjun nóvember þegar Bryndís Þráinsdóttir starfsmaður Farskólans afhenti skýrslu um niðurstöður úr viðhorfskönnun sem gerð var á meðal allra starfsmanna sveitarfélagsins  ásamt drögum að fræðsluáætlun til þriggja ára.  Áætlunin er  fjölbreytt og nefna starfsmenn t.d. tölvunámskeið, matreiðslu, hópefli, samskipti á vinnustað, skyndihjálp og fagnámskeið.

Byrjað er að vinna eftir áætluninni og er nú í gangi íslenskukennsla fyrir einstaklinga af erlendum uppruna.

Eftir ármótin heldur sveitarfélagið áfram með námskeið sem starfsmenn hafa óskað eftir  í samvinnu við ýmsa aðila.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Var efnið á síðunni hjálplegt?