Frá félagsmiðstöðinni Órion

Frá félagsmiðstöðinni Órion

Starfsemi vetrarsins í Órion er að byrja aftur eftir langt sumarfrí.

 

Félagsmiðstöðin Órion er vettvangur þar sem börn og unglingar í 5.-10. bekk geta komið og tekið þátt í skemmtilegu og fjölbreyttu tómstundastarfi.

 

Starfinu er skipt upp annars vegar fyrir miðstig sem er 5.-7. bekkur og hins vegar fyrir unglingastig sem er 8.-10. bekkur.

 

Opið er fyrir miðstig á miðvikudögum kl. 16:00-18:00 í vetur og starfsmaður með þeim er María Pétursdóttir.

Opið er fyrir unglingastig á þriðju- og fimmtudögum kl. 19:00-21:00 og starfsmenn með þeim eru María Pétursdóttir, Dagrún Sól Barkardóttir og Viktor Ingi Jónsson.

 

Dagskrá fyrir hvern mánuð verður birt á facebooksíðu Órion og á heimasíðu sveitarfélagsins, auk þess sem dagskrá verður sett upp á töflunni í íþróttamiðstöðinni og í Órion.

 

Dagskrá fyrir september er hér. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?