Fjölnota burðarpokar inn á öll heimili í Húnaþingi vestra

Fjölnota burðarpokar inn á öll heimili í Húnaþingi vestra

Umhverfisnefnd Grænfánaverkefnis Grunnskóla Húnaþings vestra, Umhverfisstjóri og nemendur Grunnskólans, leggja sitt af mörkum í baráttunni við plastið, með því að gefa fjölnota burðarpoka inn á öll heimili í Húnaþingi vestra ásamt kynningarbréfi um skaðsemi plasts í náttúrunni. Í pokanum má einnig finna fallegan segul sem nemendur unnu sjálfir og er tilvalið að setja á ísskápinn til að minna mikilvægi flokkunar. Pokarnir eru í glaðlegum litum og spennandi verður að sjá í kaupfélaginu á næstu dögum, hvaða litur hefur ratað inn á hvaða heimili :) Mismunandi teikningar eru á seglunum, en valið var úr fjölda teikninga og þar var að finna margar mjög skemmtilegar myndir og sýna hvað unga kynslóðin er hugmyndarík og áhugasöm fyrir umhverfinu og náttúrunni.

HÉR má sjá kynningarbréfið sem fylgdi pokunum

 

burðarpoki.jpg

Var efnið á síðunni hjálplegt?