Færð vega á Víðidalstunguheiði

Færð vega á Víðidalstunguheiði

Nú loksins eru allir vegir á Víðidalstunguheiði opnir fyrir umferð en í sumar hafa þeir verið óvenju blautir og því lengur ófærir. Þó búið sé að opna allar leiðir eru einstaka kaflar leiðinlega mjúkir enn og vegfarendum bent á að fara með gát og ef vætutíð verður áfram er ekkert öruggt í þessum efnum. Sveitarfélagið á og rekur fimm gangnamannaskála á Víðidalstunguheiði sem eru leigðir út til gistingar og sér Júlíus Guðni Antonsson um bókanir og þjónustu við þá. Sími hans er 865 8177.

Var efnið á síðunni hjálplegt?