Tilkynning frá veitustjóra vegna veðurs

Tilkynning frá veitustjóra vegna veðurs
Á næstu dögum samkvæmt veðurspáum má búast við miklum kulda fram yfir helgi sem gæti reynt á hitaveituna.
Um 90% af hitaveituvatni er notað til húshitunar og því skiptir afar miklu máli að fólk sé meðvitað um hvernig nýta það sem best.

Fólk er hvatt til að gera eftirfarandi:

• Hafa glugga lokaða
• Hafa útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur
• Láta ekki renna í heita potta
• Stilla ofna svo þeir séu heitir að ofan en kaldir að neðan
• Varast að byrgja ofna, t.d. með síðum gluggatjöldum eða húsgögnum
 
Leggjumst öll á eitt og förum vel með heita vatnið.
Var efnið á síðunni hjálplegt?